Grossglockner eða Glockner er hæsta fjall Austurríkis eða 3.798 metrar. Fjallið er hluti af Hohe Tauern-fjallgarðinum í mið Austur-Ölpunum. Það liggur á mörkum ríkjanna Carinthia og Tyrol. Í raun eru tindarnir tveir: Grossglockner og Kleinglockner (3.770 m.). Fjallið er í öðru sæti yfir fjöll í Ölpunum sem rís hæst yfir umhverfi sitt eða 2.424 metra, aðeins Mont Blanc rís hærra.

Großglockner.

Orðsifjafræði; þar sem tindur fjallsins er í raun klofinn eða "tvítindóttur" þar sem annar nær lítið eitt hærra en hinn er auðvelt að útskýra heitin Grossglockner og Kleinglockner þar sem Grossglockner nær aðeins hærra (groß 'stór', klein 'lítill'). Meiri óvissa er um sjálft "glockner"-heitið þar sem giskað hefur verið á tengsli við "glocke" úr þýsku sem merkir bjalla eða leitt af slavnesku orði fyrir fjall -Klek.