Ghost (hljómsveit)
Ghost er sænsk rokk eða þungarokkssveit sem stofnuð var í Linköping árið 2006. Sveitin kemur fram í grímubúningum og hefur leiðtogi sveitarinnar, Tobias Forge, oftast verið karakterinn Papa Emeritus sem hefur verið lýst sem djöfullegum andpáfa.


Sveitið hefur aflað sér vinsælda og árið 2015 varð þriðja plata þeirra, Meliora í toppsætinu í Svíþjóð og í 8. sæti í Bandaríkjunum. Lagið Cirice af plötunni fékk Grammy-verðlaun fyrir Best Metal Performance. Platan Impera fékk sænsku Grammi-verðlaunin fyrir bestu þungarokksplötuna 2023. [1]
Breiðskífur Breyta
- Opus Eponymous (2010)
- Infestissumam (2013)
- Meliora (2015)
- Prequelle (2018)
- Impera (2022)
Tilvísanir Breyta
- ↑ Ghost wins swedish grammis award for Impera Blabbermouth 5/5 2023