Ghost (hljómsveit)

Ghost er sænsk rokk eða þungarokkssveit sem stofnuð var í Linköping árið 2006. Sveitin kemur fram í grímubúningum og hefur leiðtogi sveitarinnar, Tobias Forge, oftast verið karakterinn Papa Emeritus sem hefur verið lýst sem djöfullegum andpáfa.

Papa Emeritus.
Ghost - 2016.

Sveitið hefur aflað sér vinsælda og árið 2015 varð þriðja plata þeirra, Meliora í toppsætinu í Svíþjóð og í 8. sæti í Bandaríkjunum. Lagið Cirice af plötunni fékk Grammy-verðlaun fyrir Best Metal Performance. Platan Impera fékk sænsku Grammi-verðlaunin fyrir bestu þungarokksplötuna 2023. [1]

Breiðskífur Breyta

  • Opus Eponymous (2010)
  • Infestissumam (2013)
  • Meliora (2015)
  • Prequelle (2018)
  • Impera (2022)

Tilvísanir Breyta

  1. Ghost wins swedish grammis award for Impera Blabbermouth 5/5 2023