Genevieve Cortese (fædd Genevieve Nicole Cortese, 8. janúar 1981) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Wildfire og Supernatural.

Genevieve Cortese
Genevieve Cortese
Genevieve Cortese
Upplýsingar
FæddGenevieve Nicole Cortese
8. janúar 1981 (1981-01-08) (43 ára)
Ár virk2004 -
Helstu hlutverk
Ruby í Supernatural
Kris Furillo í Wildfire

Einkalíf breyta

Genevieve ólst upp rétt fyrir utan San Francisco þangað til hún var 13 ára. Þá ákváðu foreldrar hennar að flytja til skíðabæjarins Whitefish í Montana. Eftir eitt ár fór fjölskylda hennar í ferðalag til þess að skoða mismunandi skíðabæi og enduðu þau í Sun Valley í Idaho, en Genevieve lítur á þann bæ sem heimabæ sinn.

Genevieve er með BFA gráðu í Drama og BA gráðu í ensku frá Tisch School of the Arts, við New York-háskóla, þar sem hún sótti Stella Adler Acting Studio og Atlantic Theater Co.

Þann 27.febrúar 2010 þá giftist Genevieve Jared Padalecki en þau kynntust við tökur á Supernatural.[1][2] Genevieve og Jared eignuðust sitt fyrsta barn í mars 2012..[3][4]

Ferill breyta

Leikhús breyta

Genevieve hefur komið fram í leikritum á borð við A Midsummer Night's Dream, One Flew Over the Cuckoo's Nest, Crimes of the Heart og Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat.

Sjónvarp breyta

Fyrsta sjónvarpshutverk Cortese var árið 2005 í The Dead Zone. Sama ár þá var henni boðið hlutverk í Wildfire sem Kris Furillo, sem hún lék til ársins 2008. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Supernatural og FlashForward.

Kvikmyndir breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Cortese var árið 2004 í Mojave. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Bickford Shmeckler´s Cool Ideas og Salted Nuts.

Kvikmyndir og sjónvarp breyta

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2004 Mojave Amber sem Genevieve Cortese
2005 Kids in America Ashley Harris sem Genevieve Cortese
2006 Bickford Shmeckler´s Cool Ideas Toga stelpa sem Jennifer Cortese
2006 Life is Short Ashley sem Genevieve Cortese
2007 Salted Nuts Jen sem Genevieve Cortese
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2005 The Dead Zone Chloe Greeg/Laura Tierney Þáttur: Still Life
sem Jennifer Cortese
2005-2008 Wildfire Kris Furillo 51 þættir
2009-2010 Flashforward Tracy Stark 10 þættir
2008-2011 Supernatural Ruby / Genevieve Padalecki 12 þættir

Leikhús breyta

  • A Midsummer Night's Dream
  • One Flew Over the Cuckoo's Nest
  • Crimes of the Heart
  • Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat

Heimildir breyta

  1. Godwin, Jennifer, Jared Padalecki and Genevieve Cortese Are Engaged, EOnline.com, 6 Jan 2010. Accessed 14 Feb 2009.
  2. Kubicek, John, Notes from the 'Supernatural' 100th Episode Party, BuddyTV.com, 2 Feb 2010. Quote: "Jared Padalecki talking sweetly about his recent engagement to former co-star Genevieve Cortese." Accessed 14 Feb 2010.
  3. Eng, Joyce (20. mars 2012). „Supernatural's Jared Padalecki Welcomes a Son“. TV Guide. Afrit af upprunalegu geymt þann mars 22, 2012. Sótt 20. mars 2012.
  4. http://twitter.com/#!/jarpad/status/181992567477518336

Tenglar breyta