Geld þolmynd
Lagt hefur verið til að þessi grein verði sameinuð við þolmynd. Hægt er að ræða þessa tillögu á spjallsíðu greinarinnar. |
Geld þolmynd er það nefnt þegar sögnin í þolmynd tekur ranga beygingu. Dæmi:
- Hann svarar öllum spurningum sem fyrir hann er lagt[sic].
Spurningar eru ekki hvorugkyn eintölu, heldur kvenkyn fleirtölu. Rétt er að segja: Hann svarar öllum spurningum sem fyrir hann eru lagðar.
- Gert var grein[sic] fyrir því.
Grein er kvenkyns, því á að standa þarna: Gerð var grein fyrir því. [1]
- Þeir eiga mörg góð lög sem er tileinkað[sic] sólinni.
Lögin eru hvorugkyn fleirtölu, því á að standa þarna: Þeir eiga mörg góð lög sem eru tileinkuð sólinni. [2]