Gaumljós
Gaumljós er lítið rafljós í tækjum ýmis konar, sem varar við eða vekur athygli á e-u, t.d. í mælaborði bíla, á símum og ýmsum raftækjum til heimilisnota. Eldsneytismælir í bíl hefur yfirleitt gaumljós, sem lýsir þegar þörf er að bæta eldsneyti á tankinn. Oft er notaður ljóstvistur sem gaumljós, ekki síst vegna þess að hann notar mjög litla orku.