Gates of the Arctic-þjóðgarðurinn og verndarsvæði

Gates of the Arctic-þjóðgarðurinn og verndarsvæði (enska: Gates of the Arctic National Park and Preserve) er nyrsti þjóðgarður Bandaríkjanna og er í Alaska. Hann var stofnaður árið 1980 (hafði 2 árum áður verið gerður svokallað national monument) og er rúmir 34.000 ferkílómetrar eða örlítið stærri en Belgía. Þjóðgarðurinn er norður af heimskautsbaug og er dágóður hluti af honum í Brooksfjallgarðinum. Aðrir fjallgarðar eru Endicott Mountains og hluti Schwatka Mountains. Engir vegir eða stígar eru þar og þjónusta er ekki til staðar. Þó eru upplýsingar í Coldfoot rétt fyrir utan svæði; The Arctic Interagency Visitor Center. Heimilt er að tjalda á svæðinu.

Kort.
Thunder Valley við Brooksfjallgarðinn.
Landslag í þjóðgarðinum.

Norður Af Brooksfjallgarðinum er túndra en hvítgreni, svartgreni og ösp vaxa upp að 68. breiddargráðu. Spendýrin Elgur, svartbjörn,brúnbjörn, úlfur, gaupa, múrmeldýr, otur og hreindýr lifa innan þjóðgarðsins. Gullörn, skallaörn, gjóður og stóra eyruglan eru meðal ránfugla. Veiði er heimil með leyfi. Höfuðstöðvar þjóðgarðsins eru í Fairbanks.

Heimild breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Gates of the Arctic National Park and Preserve“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 6. des. 2016.