Lækjargata 14a

(Endurbeint frá Gamli iðnskólinn)

Lækjargata 14a (eða Gamli Iðnskólinn) er timburhús á horni Lækjargötu og Vonarstrætis við hliðina á Iðnó. Það er sambyggt Lækjargötu 14b. Í húsinu er safnaðarheimili Dómkirkjunnar í Reykjavík.

Lækjargata 14 a

Gagnfræðaskóli Vesturbæjar (Gagnfræðaskólinn við Vonarstræti) var um tíma í húsinu og þar voru landsprófsdeildir fyrir unglinga úr mörgum hverfum Reykjavíkur.

Byggingarsaga

breyta

Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík lét reisa norðurhluta hússins fyrir iðnskóla - og eigin starfsemi. Suðurhlutann lét Búnaðarfélag Íslands reisa. Iðnskólinn í Reykjavík hafði aðsetur í húsinu frá 1906-1955.

Tengt efni

breyta
   Þessi Reykjavíkurgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.