Gagnfræðaskóli verknáms
Gagnfræðaskóli verknáms var 2 ára gagnfræðaskóli sem var lengst af til húsa í Brautarholti 18. Verknámið tók við þegar lokið var unglingaprófi og veitti sömu réttindi og gagnfræðapróf úr bóknámsdeildum. Skólinn starfaði frá 1950, fyrst Hringbraut 121 og í Austurbæjarbíói.
Skólinn skiptist í fimm deildir, fyrir stúlkur var saumadeild og hússtjórnardeild og fyrir pilta var trésmíðadeild, járnsmíða- og vélvirkjun|vélvirkjadeild og sjóvinnudeild.
Byggt var nýtt skólahúsnæði fyrir Gagnfræðaskóli verknáms við Ármúla en það húsnæði var sérstaklega hannað fyrir verknám. Ármúlaskólinn varð hins vegar að venjulegum grunnskóla og síðar voru Lindargötuskólinn að hluta til og framhaldsdeild Laugalækjarskóla flutt þangað. Skólanum var breytt í framhaldsskóla árið 1979. Formlega var svo Fjölbrautaskólinn við Ármúla stofnaður haustið 1981.