Gabriel Boric

Forseti Chile

Gabriel Boric Font (f. 11. febrúar 1986)[1] er chileskur stjórnmálamaður og fyrrverandi stúdentaleiðtogi sem er núverandi forseti Chile.

Gabriel Boric
Retrato Oficial Presidente Boric Font.jpg
Gabriel Boric árið 2022.
Forseti Chile
Núverandi
Tók við embætti
11. mars 2022
ForveriSebastián Piñera
Persónulegar upplýsingar
Fæddur11. febrúar 1986 (1986-02-11) (37 ára)
Punta Arenas, Magallanes, Chile
ÞjóðerniChileskur
StjórnmálaflokkurConvergencia Social
MakiIrina Karamanos (sambýliskona frá 2019)
HáskóliHáskólinn í Chile
Undirskrift

Boric hefur setið á fulltrúadeild chileska þingsins frá 11. mars 2014 fyrir kjördæmi Magallanes-fylkis. Hann var kjörinn sem óháður frambjóðandi og var endurkjörinn árið 2017 með hæsta fjölda atkvæða af öllum frambjóðendum í Magallanes-fylkinu. Boric vann prófkjör vinstrisinnaða kosningabandalagsins Apruebo Dignidad (ísl. „Ég kýs reisn“) þann 18. júlí 2021 með 60% atkvæðanna og varð þannig forsetaframbjóðandi bandalagsins.

Boric nam við lagadeild Háskólans í Chile og var forseti stúdentafélags háskólans árið 2012.[2][3][4] Hann var meðlimur í stúdentahreyfingunni Sjálfstæða vinstrinu (sp. Izquierda Autónoma) og var framkvæmdastjóri óháðra samtaka undir nafninu Nodo XXI.[5]

ÆviágripBreyta

Gabriel Boric fæddist árið 1986 í Punta Arenas og er af króatískum ættum. Faðir hans, Luis Borić, er efnaverkfræðingur og vann hjá ríkisolíufélagi Chile í rúma fjóra áratugi.[6] Móðir hans, María Font, er af katalónsk-spænskum ættum.[7][8]

Boric gekk í breskan skóla í heimaborg sinni.[9][10] Hann flutti til Santíagó til að nema við lagadeild Háskólans í Chile árið 2004.[11]

StúdentapólitíkBreyta

Árið 1999 og 2000 tók Boric þátt í endurstofnun Bandalags framhaldsskólanema í Putna Arenas.[12] Eftir að Boric hóf háskólanám gekk hann í stjórnmálahreyfinguna Sjálfstæða vinstrið (sp. Izquierda Autónoma), sem í upphafi nefndist Sjálfstæðir stúdentar (sp. Estudiantes Autónomos). Hann var ráðgjafi Félags laganema við háskólann árið 2008 og varð forseti þess árið 2009. Það ár leiddi Boric 44 daga mótmæli á móti rektornum Roberto Nahum.[13]

Boric bauð sig fram til formennsku Stúdentafélags Háskólans í Chile (FECH) með kosningalistanum Creando Izquierda í kosningum 5.-6. desember árið 2011. Hann var kjörinn forseti stúdentafélagsins með 30,52% á móti sitjandi forsetanum Camilu Vallejo, sem hafði boðið sig fram til endurkjörs með kosningalista ungliðahreyfingar kommúnista.[14]

Á meðan Boric var forseti FECH braust út önnur alda stúdentamótmælanna sem höfðu hafist árið 2011. Hann varð einn helsti talsmaður stúdenta á tíma mótmælanna.[15] Árið 2012 var Boric nefndur á lista yfir hundrað unga leiðtoga í Chile sem birt var í laugardagsblaði fréttablaðsins El Mercurio í samstarfi við Adolfo Ibáñez-háskóla.[16]

Þingseta (2014–)Breyta

Árið 2013 gaf Boric kost á sér í þingkosningum sem óháður frambjóðandi í 60. kjördæmi Magallanes-fylkisins og chileska suðurskautsins. Hann var kjörinn með 15.418 atkvæðum (26,18%), hæsta atkvæðafjölda nokkurs frambjóðanda í fylkinu.[17][18] Fjölmiðlar vöktu athygli á því að Boric hefði náð kjöri án þess að vera meðlimur í neinu kosningabandalagi[19] og hefði þannig sigrast á tvíflokkakerfinu í chileskum kosningum.[20][21][22][23]

Boric var svarinn í embætti sem þingmaður á fulltrúadeild chileska þingsins þann 11. mars 2014. Á fyrsta kjörtímabili sínu sat Boric í þingnefnd fyrir mannréttindi, frumbyggjamál, jaðarsvæði og chileska suðurheimskautið, og atvinnu- og almannatryggingar.

Boric náði endurkjöri á fulltrúadeild þingsins árið 2017 með auknum meirihluta. Hann hlaut 15.417 atkvæði (24,62%), sem var aftur hæsti atkvæðafjöldi nokkurs frambjóðanda í fylkinu.

Forsetaframboð 2021Breyta

Boric bauð sig fram í forsetakosningum Chile árið 2021. Þann 18. júlí 2021 vann Boric óvæntan sigur í prófkjöri vinstrisinnaða kosningabandalagsins Apruebo Dignidad á móti Daniel Jadue, borgarstjóra Recoleta, með um 60% atkvæðanna.[24] Fyrir forkosninguna hafði Jadue haft forskot gegn Boric í skoðanakönnunum.[25] Eftir sigur sinn í prófkjörinu tilkynnti Boric á Twitter að hann myndi vinna ásamt Jadue til að stuðla að sameiningu vinstriaflanna í forsetakosningunum.[26]

Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna þann 19. desember 2021 á móti með um 56 prósent atkvæða á móti íhaldsmanninum José Antonio Kast. Boric tók við af Sebastián Piñera sem forseti Chile árið 2022 og varð yngsti forseti í sögu landsins.[27][28]

TilvísanirBreyta

  1. Esparza, Robinson (17 November 2011). „Gabriel Boric: El magallánico que quiere desbancar a Camila Vallejo“. El Magallanews.cl, Noticias de Punta Arenas y Magallanes (spænska). Sótt 4 August 2015.
  2. „Nuevo presidente de la FECh se desmarca de "partidos políticos tradicionales" y critica a Gajardo“. LaSegunda.com (spænska). 7 December 2011. Sótt 4 August 2015.
  3. „Boric tras vencer en elecciones Fech: 'Los adversarios no están en la universidad, están en el gobierno y el parlamento' – Nacional – LA TERCERA“. La Tercera (spænska). Grupo Copesa. 7 December 2011. Afrit af upprunalegu geymt þann 12 January 2012. Sótt 4 August 2015.
  4. „Andrés Fielbaum asume presidencia de la FECh“. Terra (spænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 1 December 2012. Sótt 4 August 2015.
  5. „Quiénes Somos“. Fundación Nodo XII (spænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 17 November 2013. Sótt 24 July 2015.
  6. „Familia Boric Font“ (PDF). laprensaaustral.cl (spænska). 13 October 2013. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 2 December 2013. Sótt 24 July 2015.
  7. „Mi manifiesto: Gabriel Boric, presidente de la Fech“. La Tercera (spænska). Grupo Copesa. 6 May 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 9 May 2012. Sótt 4 August 2015.
  8. Andrés, Marcela (12 December 2011). „El magallánico que llega a tomar el control de la Fech“. La Tercera (spænska). Grupo Copesa. Afrit af upprunalegu geymt þann 13 February 2012. Sótt 4 August 2015.
  9. „The British School : List of alumni“ (PDF). Britishschool.cl. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 3 April 2018. Sótt 10 August 2015.
  10. Concha, Luis (7 December 2011). „Gabriel Boric, el "magallánico fundamentalista" de la FECh“. Terra (spænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 12 January 2012. Sótt 4 August 2015.
  11. „La historia del rival de Camila Vallejo“. La Tercera (spænska). Grupo Copesa. Afrit af upprunalegu geymt þann 13 December 2012. Sótt 4 August 2015.
  12. „Gabriel Boric Font – Reseñas Biográficas Parlamentarias“. Biblioteca del Congreso Nacional de Chile (spænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 14 júlí 2016. Sótt 4 August 2015.
  13. Farfán, Claudia; Pozo, Andrés (12 June 2009). „Los verdugos de Nahum“. La Tercera (spænska). Grupo Copesa. Afrit af upprunalegu geymt þann 4 March 2016. Sótt 4 August 2015.
  14. „Elecciones Fech 2012“. FECH – Federación de Estudiantes de la Universidad de Chile (spænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 22 June 2013. Sótt 24 July 2015.
  15. „5 exigencias fundamentales para un nuevo sistema educacional“. FECH – Federación de Estudiantes de la Universidad de Chile (spænska). 28 June 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 29 October 2012. Sótt 24 July 2015.
  16. „Red de Líderes. - Gabriel Boric Font (26)“. 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 24 September 2015. Sótt 4 August 2015.
  17. „Elección de Diputados 2013 – Votación Candidatos por Distrito 60“. Servicio Electoral de Chile (spænska). Afrit from the original on 22 July 2021. Sótt 22 July 2021.
  18. F.M (17 November 2013). „Vallejo, Jackson, Boric, Cariola y Fuentes: Las caras del movimiento social y estudiantil que llegan al Congreso“. La Tercera (spænska). Grupo Copesa. Afrit af upprunalegu geymt þann 18 November 2013. Sótt 4 August 2015.
  19. „Cuatro emblemáticos ex dirigentes estudiantiles son electos diputados“. Emol (spænska). 18 November 2013. Sótt 4 August 2015.
  20. „Edición del 18/11/2013 Página 01- Diario El Pingüino“. El Pingüino (spænska). 18 November 2013. Sótt 4 August 2015.
  21. „Gabriel Boric, el diputado que derrotó al binominal: "Nuestro voto no está en venta al mejor postor". Diario y Radio U Chile (spænska). 21 November 2013. Sótt 4 August 2015.
  22. Ojeda González, Patricio (18 November 2013). „El nuevo mapa electoral y las claves que dejó la elección parlamentaria – Diario Financiero“. Diario Financiero (spænska). Afrit from the original on 2 December 2013. Sótt 10 August 2015.
  23. „Diputados: Nueva Mayoría logra una decena de doblajes contra uno de la Alianza“. Cooperativa.cl (spænska). 18 November 2013. Sótt 4 August 2015.
  24. „Two political upstarts notch upset wins in Chile's presidential primaries“. Reuters. 19 July 2021. Sótt 19 July 2021.
  25. T13 (19 May 2021). „Pulso Ciudadano: Jadue lidera preferencia presidencial con un 19,2% tras elecciones“. T13 (spænska). Sótt 20 May 2021.
  26. Boric Font, Gabriel [@gabrielboric] (July 19, 2021). „Gracias a quienes hoy han confiado en nosotros. Tomo este triunfo con alegría, humildad y sobre todo con sentido de responsabilidad. Gracias también a @danieljadue con quien he conversado y trabajaremos unidos. Para ganar en noviembre hay que convocar más aún. Seguimos!“ [Þakkir til allra sem hafa treyst okkur í dag. Ég tek þessum sigri með gleði, auðmýkt og umfram allt ábyrgðartilfinningu. Ég þakka einnig @danieljadue sem ég hef rætt við og við munum vinna saman. Til að vinna í nóvember verðum við að fá enn fleiri til liðs við okkur. Við höldum áfram!] (Tíst) (spænska). Sótt 19 July 2021 – gegnum Twitter.
  27. Atli Ísleifsson (20. desember 2021). „35 ára vinstri­maður nýr for­seti Chile“. Vísir. Sótt 20. desember 2021.
  28. Markús Þ. Þórhallsson (19. desember 2021). „Gabriel Boric sigurvegari forsetakosninga í Síle“. RÚV. Sótt 20. desember 2021.


Fyrirrennari:
Sebastián Piñera
Forseti Chile
(11. mars 2022 – )
Eftirmaður:
Enn í embætti