Göngubrú

Göngubrú getur líka átt við stuðningstæki sjúkraþjálfara.

Göngubrú er brú sem er hönnuð fyrir fótgangandi fólk og í sumum tilvikum fyrir hjólreiðamenn og hesta en er lokuð fyrir bílaumferð. Göngubrýr eru oft byggðar svo fótgangandi fólk geti komist leiðar sinnar yfir vatn, lestarteina og vegi.

Þúsaldarbrúin sem liggur yfir Thamesá í London