Frumuhringur

Frumuhringur eða frumuferill kallast það þegar fruma undirbýr sig fyrir skiptingu. Í dreifkjörnungum fer fram tvískipting frumunnar. Í heilkjörnungum skiptist frumuhringurinn í tvo fasa; annars vegar interfasa þar sem fruman safnar þeim næringarefnum sem hún þarf fyrir jafnskiptingu og til að afrita DNA; og hins vegar jafnskiptingu þar sem fruman skiptir sér í tvær dótturfrumur. Frumuhringurinn er nauðsynlegur til að gera fullvaxta lífveru úr frjóvgaðri okfrumu en einnig sem liður í endurnýjun hárs, húðar og blóðfrumna.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.