Fosssel er eyðibýli á vestanverðri Fljótsheiði í Þingeyjarsveit. Fosssel var öldum saman hjáleiga og heimaland kirkjunnar á Helgastöðum í Þingeyjarsveit (Reykjadal, áður Helgastaðahreppi). Talið er líklegt að Fosssel hafi byggst snemma á öldum, en ekki vitað nákvæmlega hvenær það byggðist fyrst. Var byggð þar nokkuð samfelld, einkum á átjándu, nítjándu og tuttugustu öld.

Síðustu ábúendur í Fossseli voru hjónin Hólmgeir Björnsson og Guðfinna Sigurjónsdóttir. Þau fóru úr Fossseli vorið 1936. Hefur jörðin ekki verið í byggð síðan og er nú í eigu íslenska ríkisins. Hún hefur verið notuð til skógræktar allt frá miðri tuttugustu öld. Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga hefur ræktað þar skóg frá 1943.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Vegleg afmælishátíð í Fossselsskógi“. Bændablaðið: 29. 22. ágúst 2013.