Forseti Kenía er þjóðhöfðingi og ríkisstjórnarleiðtogi Kenía. Forsetinn leiðir framkvæmdarvald ríkistjórnar Kenía og er æðsti yfirmaður hersins. Forsetinn er kosinn til fimm ára í senn. Núverandi forseti Kenía er Uhuru Kenyatta, en hann var kosinn 9. apríl 2013.