Formdeild
Í orðhlutafræði er formdeild málfræðilegt einkenni tiltekinnar einingar (svo sem myndans eða orðs). Formdeild getur haft ýmis gildi. Sem dæmi um formdeild má nefna tíð (sem getur haft gildi eins og nútíð, þátið eða framtíð), tölu (eintala, tvítala, fleirtala) og kyn (karlkyn, kvenkyn, hvorugkyn).
Formdeild má ekki rugla saman við orðflokk. Orð sem hafa svipuð málfræðileg einkenni má setja í sama orðflokk (t.d. sagnir, nafnorð eða lýsingarorð). Orðflokkur lýsir því hvers konar formdeildir tiltekið orð getur haft (t.d. í íslensku getur eingöngu sagnir haft formdeildina tíð).
Heimild
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Grammatical category“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. febrúar 2019.