Flokkaspjall:Semísk tungumál

Hver er ástæðan fyrir að þetta er "semísk tungumál" (Google:1 hitt) en ekki "semitísk tungumál" (Google: 4 hitt)? --Akigka

Hugleiddi semitísk, en fannst hitt vera notað á traustari vefsvæðum. "Semísk mál" er með 10 google hitt en "Semitísk mál" aðeins eitt, þannig leitaði ég. Annars virðist þetta vera notað jöfnum höndum og ég kýs stutt orð umfram lengri þegar þess er kostur. --Bjarki Sigursveinsson 23:07, 20. maí 2005 (UTC)
Athugaði það ekki... Eflaust réttara að nota „semísk“, þótt ég hafi vanist hinu. En ég notaði nú líka helíum áður en ég las á wikipediu að það héti helín. Svona er maður alltaf að læra eitthvað nýtt. --Akigka 23:20, 20. maí 2005 (UTC)
Ég er nú nokkuð viss um að semitísk sé amk það sem hefur verið notað í öllum sögukennslubókunum. Svo ég noti þá bók sem er næst mér einmitt núna, þá notar Sigurbjörn Einarsson semetísk í Trúarbrögðum mannkyns (en þessi útgáfa bókarinnar er reyndar 51 árs). Í Heimssöguatlas Iðunnar, sem náttúrulega er nýrri, er talað um Semíta á einum stað, en notar einnig orðið semísk sem lýsingarorð yfir Föníka. Sem mér finnst órökrétt... --Sterio 10:04, 21. maí 2005 (UTC)
Fara aftur á síðuna „Semísk tungumál“.