Flokkaspjall:Eðalgös

Þú tekur ekki orðið „gas“ og setur það síðan í fleirtölu sem „gös“. „Eðalgrastegundir“ er rétta orðið yfir þetta. Þessi færing er málfræðilega kolvitlaus. --Stefán Vignir Skarphéðinsson 21:03, 14 mar 2005 (UTC)

Síðast þegar ég vissi (sem er reyndar orðið langt síðan) hét þetta „eðallofttegundir“, en ég er svo sem að læra nöfnin í lotukerfinu upp á nýtt með því að lesa þessar greinar... En „gös“ gengur klárlega ekki upp. --Akigka 21:43, 14 mar 2005 (UTC)
Ég hélt reyndar að loft væri svona einhver sósa af gasi og öðru efni, eins og í andrúmsloftinu. Gas væri svo hreint efni, t.d. eins og súrefni (við réttar aðstæður). Annars hef ég heyrt eðallofttegundir, hitt hljómar samt betur :P. Annars ekkert athugavert við að tala um gas í fleirtölu miðað við orðabókina mína. --Friðrik Bragi Dýrfjörð 21:46, 14 mar 2005 (UTC)
Gas er ekki íslenska. Þetta heitir loft (almennt) og lofttegund þegar rætt er um tiltekna gerð. En „eðalgrastegundir“ er auðvitað eitthvað sem bændur hafa sérstakan áhuga á. :-))
Hvað meinaru að gas sé ekki íslenska? Það getur vel verið að þessi tiltekna notkun sé röng en gas er fullgilt orð notað sér og í öðrum orðum, t.d. própangas, gasgrill, gasofn, gasgríma... —Ævar Arnfjörð Bjarmason 21:56, 14 mar 2005 (UTC)
Fara aftur á síðuna „Eðalgös“.