Flokkaspjall:Búddhismi

Er 'h' í Búddha? breyta

Ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar, en venjan er að notast ekki við ensku þegar umritað er úr öðrum stafagerðum, sbr. 268 hit fyrir Búddismi gegn 86 hit fyrir Búddhismi á Google. Sama á held ég við um sikhs -> síkar, Bangladesh -> Bangladess, o.s.frv. eða hvað? --Akigka

Kannski sjátlast mér en búddha er orð á...einhverju tungumáli, og ég hélt einfaldlega að þetta væri umritun á letri þess tungumáls yfir í latneskt. Flest tungumál virðast hafa þetta há, en reyndar ekki öll. Svo kannski skjátlast mér. --Sterio 22:01, 7 mar 2005 (UTC)
Bara svona smá viðbót við það sem ég sagði áðan: Ég gáði í bókina Trúarbrögð mannkyns eftir Sigurbjörn Einarsson, hann notar h-ið í Búddha... --Sterio 22:52, 7 mar 2005 (UTC)

Já ég veit ekki alveg með þetta hismi, hélt að það væri svona „húð“ sem þekur plöntufræ, búdd-hismi gæti verið eitthvað annað samt. --Bjarki Sigursveinsson 23:01, 7 mar 2005 (UTC)

Kannski ertu að grínast, en bara svona, ef ekki, þá er þetta náttúrulega ekki Búdd-hismi, heldur Búddh-ismi... --Sterio 15:09, 8 mar 2005 (UTC)
Ég grínast aldrei... fyrirfram hefði ég frekar reiknað með því að ekkert h væri í þessu orði en ég verð að láta þá umræðu eftir þeim sem meira vit hafa á því. --Bjarki Sigursveinsson 15:37, 8 mar 2005 (UTC)
Það sem ég set spurningarmerki við er að í íslensku er við tvær venjur að etja: annars vegar umritun úr öðrum stafagerðum, t.d. úr rússnesku eru til samræmdar umritunarreglur sem gilda á íslensku með rússnesk heiti sem ekki er þegar komin gömul hefð á að rita öðruvísi, s.s. Gorbatsjof, Tsjernóbýl, og hins vegar sú hefð að íslenska heiti sögulegra merkisfyrirbæra og merkisfólks (auk landafræði) s.s. Múhameð, Saladín, Sókrates o.s.frv. Þessi hefð er líka til staðar í ensku auðvitað. Í íslensku er svo ekki venja að hafa h inni í orðum nema það sé borið fram, svo þess vegna held ég að réttara væri að skrifa Búdda og Búddismi en Búddha og Búddhismi. Það er almennt ekki talið gjaldgengt að notast við enskar umritanir eða enskaðar útgáfur á heitum úr öðrum tungumálum en ensku. Hins vegar getur oft verið vafa undirorpið hvernig nákvæmlega á að umrita eða íslenska... Það er vandlifað :) --Akigka 16:42, 8 mar 2005 (UTC)
H-ið er einfaldlega ekki með vegna þess að Búdda er ekki skrifað með H-i í íslensku (h-ið heyrist hvort eð er ekki í framburði), þess vegna tölum við um búddisma og búddista. Ég hef séð hinn ritháttinn, en hann er mun sjaldgæfari og ég er viss um að hann sé rangur (fyrir utan að vera fáránlegur). --Friðrik Bragi Dýrfjörð 17:52, 8 mar 2005 (UTC)
Jæja þá, ég skal gefast upp, þó ég persónulega myndi enn nota háið (kannski segi ég það vitlaust, en ég ber það alltaf fram þannig...). Okkur vantar einhvern Búdd(h)ista hingað til að segja okkur eitthvað af viti. --Sterio 22:22, 8 mar 2005 (UTC)
Fara aftur á síðuna „Búddhismi“.