Persneska
Persneska er tungumál sem talað er í Íran, Tadsíkistan, Afganistan, Úsbekistan, vesturhluta Pakistan, Barein og víðar. Yfir 75 milljónir manna hafa persnesku að móðurmáli. Persneska tilheyrir indó-evrópsku málaættinni. Persneska hefur verið rituð með arabísku letri (með viðbótartáknum) frá því þeir lentu undir yfirráðum Araba og tóku upp Múhammeðstrú á 7. öld. Fyrir þann tíma var persneska rituð með svonefndu palaví-stafrófi (sem þeir fundu upp sjálfir) og enn áður með nokkurskonar fleygrúnum.
Persneska فارسی (Farsí) | ||
---|---|---|
Málsvæði | Íran, Tadsikistan, Afganistan, Barein, Úsbekistan, Pakistan, Rússland. | |
Heimshluti | Mið-Austurlönd, Mið-Asía | |
Fjöldi málhafa | áætl. 62–110 milljónir | |
Sæti | 12 | |
Ætt | Indóevrópskt Indóíranskt | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál |
Íran, Tadsjikistan, Afganistan | |
Stýrt af | Persneskuakademía Írans Vísindaakademía Afganistan | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1 | fa
| |
ISO 639-2 | per (b)/fas (T)
| |
SIL | PRS
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |

Nafnið persneska vísar til Persíu, sem er eldra heiti á Íran.
Málfræði breyta
Sagnorð enda á -an í nafnhætti svo sem omúctan (læra), porsídan (spyrja) tarsídan (hrella) og er þátíð mynduð með brottekngingu -an endingarinnar. Sagnorð beyjast í persónum og tölum og eru endingar reglulegar; 3.p.flt. -nd, 2.p.flt. -it, 1.p.et -im. 3 persóna et. er endingarlaus öfugt við fleirtöluna í íslensku.
Það eru engin málfræðileg kyn.
Hljóðfræði breyta
Mikið er af rödduðum blísturhljóðum, setum, errið er hringlandi og jafnan raddað þótt það liggi eftir sérhljóð og undan hörðu lokhljóði, kokmælt hróflað franskt -r er algengt. Mörg orð enda á -h. Ennfremur errendingar án forliggjandi sérhljóða algengar (sr, br, pr). Höggmæli.
Indóírönsk tungumál Indóevrópsk tungumál | ||
---|---|---|
Aímagíska | Askúnska | Assameíska | Barbaríska | Persneska |