Valencia CF
(Endurbeint frá FC Valencia)
Valencia Club de Fútbol, oftast kallað Valencia CF eða Valencia, er spænskt knattspyrnufélag frá València og spilar í La Liga. Það var stofnað árið 1919. Valencia hefur unnið alls sex La Liga deildartitla , átta sinnum konungsbikarinn Copa del Rey. Það hefur tvisvar sinnum unnið Borgakeppni Evrópu og einu sinni Evrópukeppni félagsliða og einu sinni Evrópukeppni bikarhafa. Einnig hefur liðið komist tvisvar í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Árið 2000, þegar það tapaði gegn erkifjendunum í Real Madrid og ári síðar þegar þeir töpuðu í vítspyrnukeppni gegn Bayern München.
Valencia Club de Fútbol | |||
Fullt nafn | Valencia Club de Fútbol | ||
Gælunafn/nöfn | Los murciélagos (Leðurblökurnar) | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | VCF, VAL | ||
Stofnað | 18 Mars 1919 sem Valencia Futbol Club | ||
Leikvöllur | Mestalla | ||
Stærð | 48.600 áhorfendur | ||
Stjórnarformaður | Anil Murthy | ||
Knattspyrnustjóri | Rubén Baraja | ||
Deild | La Liga | ||
2023-2024 | 9.sæti | ||
|
Heimavöllurinn Mestalla tekur 48.600 áhorfendur í sæti. Valencia er fjórða mest studda félag Spánar á eftir Real Madrid, Barcelona og Atletico Madrid.
Titlar
breyta- La Liga
- Sigrar (6): 1941-42, 1943-44, 1946-47, 1970-71, 2001-02, 2003-04
- Copa del Rey
- Sigrar (9): 1940-41, 1948-49, 1953-54, 1966-67, 1978-79, 1998-99, 2007-08, 2018-19, 2021-22
- Borgakeppni Evrópu
- Sigrar (2): 1961-62, 1962-63
- Evrópukeppni félagsliða
- Sigrar (1): 2003-04
- Evrópukeppni bikarhafa
- Sigrar (1): 1979-80
- Evrópski ofurbikarinn
- Sigrar (2): 1980, 2004
- Valencia hefur tvisvar sinnum tapað í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, árið 2000 og 2001 gegn Real Madrid (3-0) og á móti Bayern München (1-1 eftir venjulegan leiktíma., 5-4 í vítaspyrnukeppni).
Þekktir leikmenn
breyta- Romário
- David Villa
- Santiago Cañizares
- Roberto Ayala
- Fernando Morientes
- Gaizka Mendieta
- David Silva
- Rubén Baraja
- Pablo Aimar
- Mario Kempes
- Kily González
- Vicente Rodríguez
- Juan Mata
- Roberto Soldado
- Pablo Hernandez
- Jordi Alba
- Raul Albiol
- David Albelda
- Joaquin Sanchez
- Mista
- Patrick Kluivert
- Éver Banega
- Claudio López
- Sergio Canales
- Shkodran Mustafi
- Diego Alves
- Simone Zaza