Fáni Súdans var tekinn upp þann 20. maí árið 1970 og samanstendur af þremur láréttum borðum í rauðum, hvítum og svörtum litum ásamt grænum þríhyrningi til vinstri. Fáninn er byggður á arabíska frelsunarfánanum sem fánar Egyptalands, Íraks, Sýrlands og Jemens byggja einnig á. Rauður, hvítur og svartur eru helstu einkennislitir pan-arabismans og grænn tengist hugmyndafræðinni einnig. Fyrir valdatöku Jaafars Nimeiry árið 1969 voru borðarnir á fánanum blár, gulur og grænn.

Fáni Súdans

Myndmál breyta

Í bókinni World Flags 101 stendur um súdanska fánann:

Rauður, hvítur, svartur og grænn eru kallaðir pan-arabísku litirnir og hafa verið tengdir við Arabaþjóðirnar og íslamstrú í margar aldir. Litirnir tákna arabíska einingu og sjálfstæði. Rauði borðinn táknar sjálfstæðisbaráttu og aðrar þrekraunir Súdans, og fórnirnar sem hinir mörgu píslarvættir landsins færðu. Hvíti liturinn táknar þjóðina, ljós og bjartsýni. Hann táknar jafnframt Bandalag hvíta fánans, sem var þjóðernishreyfing sem reis upp gegn nýlendustjórninni árið 1924. Svarti liturinn táknar Súdan; á arabísku merkir „Súdan“ svartur. Liturinn táknar jafnframt svartan fána þjóðernissinna sem börðust gegn nýlendustjórnun í Madistastríðinu á síðhluta 19. aldar. Græni liturinn táknar íslamstrú, landbúnað og velmegun landsins.[1]

— .

Tilvísanir breyta

  1. World Flags 101. „Sudan Flag - World Flags 101“. WorldFlags101.com. Moxy Media. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. október 2018. Sótt 31. október 2020.