Fáni Rúmeníu er óbreyttur frá desember 27. 1989. Blár, gulur og rauður eru hefðbundnir rúmenskir litir, og rekja þeir upphaf sitt til 1848 til furstadæmanna Valakíu og Moldavíu.

Núverandi fáni
1947 – 1989
Fáni byltingarinnar

Á kommúnistatímanum var fáninn eins fyrir utan það að skjaldarmerki landsins var haft fyrir miðju.

Fáni byltingarinnar 1989

breyta

Þann 17. desember 1989 byrjuðu mótmælendur í Timişoara að nota fána, þar sem það kommúníska skjaldarmerki (sem tákn einræðis Ceauşescus) var fjarlægt, venjulega með því að klippa eða rífa það burt og þannig skilja eftir gat á gula borðanum.

Líkir fánar

breyta

Fáni Tjad er nánast eins en hefur örlítið dekkri bláan lit. Fána Andorra svipar ennfremur til hins rúmenska. Moldóva var eitt sinn hluti Rúmeníu. Litir Moldavíu eru því einnig blár, gulur og rauður.