Fáni Austurríkis

Fáni Austurríkis er gerður úr af þremur láréttum röndum, rauðri, hvítri og rauðri. Hann kom fyrst fram 1230 svo vitað sé og var þá tákn Babenberger-ættarinnar, en það var markgreifa- og hertogaætt í Austurríki fram á síðari hluta 13. aldar. Ekkert er vitað um tilurð fánans, en þjóðsagan segir að hann hafi orðið til í þriðju krossferðinni. Með í för var Leópold 5. hertogi af Babenberg. Í umsátrinu um Akkó (1189-1191) höfðu bardagar orðið svo miklir að hvítur kyrtill Leópolds litaðist rauður. Aðeins sást hvítur litur á fetlinum sem sverð hans hékk í. Eftir daga Babenberg-ættarinnar tók Habsborgarættin fánann upp og gerði hann síðar að ríkisfána. Fánanum var breytt á ýmsum tímabilum, svo sem við innlimun Austurríkis í Þýskaland nasismans.

Fáni Austurríkis.
Ríkisfáni, gunnfáni og sjófáni Austurríkis.
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.