Félag íslenskra læknanema í Danmörku (FÍLD) var stofnað haustið 2003. Í Danmörku er læknisfræði kennd á þremur stöðum, þ.e. í Árósum, Kaupmannahöfn og í Óðinsvéum. Meðlimir félagsins eru, eins og nafnið gefur til kynna, nær allir þeir Íslendingar sem nema læknisfræði í Danmörku. Hlutverk félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna, efla félagsleg tengsl, miðla upplýsingum nemenda á milli, taka á móti nýnemum og kynna félagið.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.