Enheduanna
Enheduanna var hofgyðja í Úr í Súmer sem var uppi um 2300 f.Kr. Enheduanna var dóttir Sargonar fyrsta keisara í Súmer. Sargon var frá Akkadíu en réðst inn í Súmer og sameinaði ríkin og myndaði þannig fyrsta keisararíki sem sögur fara af. Varðveist hafa þrjú ljóð Enheduönnu en þau eru ákall til gyðjunnar Inönnu sem og safn trúarlegra sálma.