Eldraunin (e. The Ordeal: My Ten Years in a Malaysian Prison) er sannsöguleg bók um unga franska konu, Beatrice Saubin, sem tvítug fer á flakk um heiminn og í Malasíu kynnist hún ungum, myndalegum og auðugum Kínverja, Eddy Tan Kim Soo, sem notar hana til að smygla fíkniefnum án vitundar hennar, en í tösku hennar fundu tollverðir fimm kíló af heróíni. Eddy Tan Kim Soo fannst hvergi og var Saubin fyrst vesturlandabúa til að vera dæmd til dauða með henginu í Malasíu, en dóminum var síðan breytt í lífstíðarfangelsi. Hún sat í fangelsi í Malasíu í tíu ár uns hún var náðuð og henni sleppt.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.