Eldaskildagi er 10. maí ár hvert. Hann var sá dagur á Íslandi þar sem landeigendum og prestum var skilað fé sem leiguliðar eða sóknarbörn höfðu haft í eldi fyrir þá um veturinn. Eins voru aðrar greiðslur oft miðaðar við þennan dag.

Elstu heimildir um daginn og svokölluð prestlömb eru frá öndverðri 18. öld en sennilegt er að dagurinn sé eldri.

Tenglar breyta

  • Eldaskildagi Morgunblaðið 10.05.1995 (skoðað 12.05.2012)

Heimildir breyta

  • Árni Björnsson (2000). Saga daganna.