Eiríkur Guðmundsson (útvarpsmaður og rithöfundur)

Eiríkur Guðmundsson (fæddur 28. september 1969 í Bolungarvík, látinn 8. ágúst 2022) var útvarpsmaður og rithöfundur.

Hann lauk B.A. prófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 1991 og M.A. prófi í íslenskum bókmenntum frá sama skóla. Eiríkur starfaði lengi sem þáttastjórnandi á Rás 1 og stýrði þar meðal annars menningarþáttunum Víðsjá og Lestinni. Einnig skrifaði hann ritdóma og pistla um bókmenntir og menningu. [1] Hann gaf út nokkrar bækur og var skáldsagan 1983 tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013.

Bækur breyta

  • 39 þrep til glötunar (2004)
  • Undir himninum (2006)
  • Nóttin samin í svefni og vöku Um skáldskap Steins Steinarrs (2008)
  • Sýrópsmáninn (2010)
  • 1983 (2013)
  • Ritgerð mín um sársaukann (2018)

Tilvísanir breyta

  1. Eiríkur Guðmundsson látinn Vísir, sótt 9/8 2022