Fríverslunarsamtök Evrópu

Ríkjasamtök í Evrópu um fríverslun
(Endurbeint frá Efta)

Löndin sem eru aðilar að
Fríverslunarsamtökum Evrópu Merki EFTA.
Aðildarríki Fáni Íslands Ísland
Fáni Liechtenstein Liechtenstein
Fáni Noregs Noregur
Fáni Sviss Sviss
Höfuðstöðvar Genf
Leiðtogar
 - Framkvæmdastjóri
 

Henri Gétaz
Sviss
Flatarmál
 - Alls

529.600 km²
Fólksfjöldi
 - Samtals (2012)
 - Þéttleiki

13.389.956
100.6/km²
VLF
 - Samtals (2011)
 - VLF á mann

$623,5 milljarðar
$44.828
Stofnun
 - EFTA-sáttmálinn
3. maí 1960
4. janúar 1960
Gjaldmiðlar aðildarríkja Íslensk króna (ISK)
Norsk króna (NOK)
Svissneskur franki (CHF)
Tímabelti UTC +0/+1

Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA) eru alþjóðasamtök fjögurra ríkja. Meðlimir eru Ísland, Liechtenstein, Sviss og Noregur. Samtökin voru stofnuð þann 3. maí árið 1960 þegar Stokkhólmssamningurinn svonefndi var undirritaður í Stokkhólmi. Tilgangur samtakanna var og er að stuðla að frjálsri verslun milli landanna en auk þess að vera ákveðið mótvægi við hið nýlega stofnaða Evrópubandalag. Öll ríkin eiga aðild að EES nema Sviss en þar í landi var inngöngu hafnað með þjóðaratkvæðagreiðslu. Höfuðstöðvar samtakanna eru í Genf í Sviss.

Saga breyta

Sjö ríki komu að stofnun samtakanna árið 1960. Finnland gekk í EFTA árið 1961 og Ísland árið 1970. Danmörk og Stóra-Bretland sögðu sig úr EFTA til þess að ganga í Evrópubandalagið árið 1973. Portúgal fylgdi í humátt árið 1986. Austurríki, Finnland og Svíþjóð gengu í Evrópusambandið árið 1995 og sögðu sig því úr EFTA.

Land Stofnaðili Innganga Úrsögn
  Austurríki   1995
  Danmörk   1973
  Finnland Nei 1961 1995
  Ísland Nei 1970  
  Liechtenstein Nei 1991  
  Noregur    
  Portugal   1986
  Stóra-Bretland   1973
  Sviss    
  Svíþjóð   1995

Ísland og EFTA breyta

Ísland gekk í EFTA þann 5. mars 1970. Fyrsti fastafulltrúi fyrir hönd landsins var Einar Benediktsson.

Tengill breyta

   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.