Efnahvarf
(Endurbeint frá Efnahvörf)
Efnahvarf er breyting sem verður á rafeindabúskap efnis eða efna þannig að nýtt eða ný efni myndast vegna endurröðunar rafeindanna. Engin breyting verður á kjarna við efnahvarf (breytingar á kjarna kallast kjarnahvarf). Efnin sem breytast eru kölluð hvarfefni en efnin sem myndast eru kölluð myndefni. Bæði hvarfefnin og myndefnin geta samanstaðið af frumefnum og sameindum. Efnahvörfum er lýst með efnajöfnum, t.d. 2H2 + O2 => 2H2O.
Efnahvörf, sem þurfa hita til að ganga, t.d. bráðnun íss, kallast innvermin, en útvermin ef þau mynda hita, t.d. bruni.
Tenglar
breyta- „Hvernig skrifar maður,og stillir efnajöfnu?“. Vísindavefurinn.
- „Af hverju brennur natrín (natríum) þegar það snertir vatn?“. Vísindavefurinn.
- „Hvers vegna myndast sykur þegar einn dropi af 35% vetnisperoxíði er settur í glas af vatni þar sem enginn sykur mældist áður?“. Vísindavefurinn.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Efnahvarf.