Okkar tímatal

(Endurbeint frá E.o.t.)

Okkar tímatal, ásamt hugtökunum fyrir/eftir okkar tímatal (skammstafað f.o.t. og e.o.t.), er aðferð til að vísa til þess tímatals sem miðast við fæðingu Krists á trúhlutlausari hátt. Okkar tímatal er þannig ekki annað tímatal en það sem á uppruna sinn í Kristni heldur aðeins önnur aðferð til að vísa til ára í því tímatali. Heitin 27 f.o.t. og 27 f.Kr. eru því jafngild og vísa til sama árs.

Á ensku hefur lengi verið notast við hugtökin Common Era (skst. CE og BCE) eða Vulgar Era. Eftir Frönsku byltinguna var tekið upp á því að nota Notre ère í frönsku, sem varð unserer Zeitrechnung í þýsku. Þaðan er íslenska hugtakið komið. „Fyrir okkar tímatal“ hefur verið notað lengi í íslensku en „eftir okkar tímatal“ og skammstafanirnar e.o.t. og f.o.t. tóku fyrst að sjást undir lok 20. aldar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.