Eðliseignarfall

Eðliseignarfall [1] (fræðiheiti: Genitivus qualitatis) er eignarfall sem gefur til kynna eiginleika sem stýrandi orð hefur í setningu og notast ekki við forsetningar. Eðliseignarfall var algengara að fornu en að nýju og gætir áhrifa frá latínu.

  • Dæmi:
Barnið er þriggja ára.
Húsið er margra hæða - eða - þetta er þriggja hæða hús.
Korn lítils vaxtar.
Mál mitt er kannski fárra kosta.

Athugið að þegar sagt er t.d. að einhver sé maður mikillar ættar, þá er spurning hvort réttara væri að flokka það sem upprunaeignarfall. [2]

TilvísanirBreyta

  1. Kominn til himna er Hensi, þótt...; af Mbl.is
  2. Íslenskt mál; grein í Morgunblaðinu 1982
   Þessi málfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.