Eðjustökkull

Eðjustökkull (eða leðjuvamli) (fræðiheiti: Periophthalmus barburus) er láðs- og lagarfiskur af kýtlingaætt. Eðjustökkullinn er aðallega að finna í fenjaskógum Afríku og Asíu. Hann heldur sig til þar sem gætir flóðs og fjöru og þegar örfiri er gengur hann á land og nærist á smádýrum. Hann notast þá við eyruggana til að ýta sér áfram og hefur vatn með sér sem hann geymir í húðpokum undir tálknunum. Hann neyðist svo til að skipta því út reglulega, en getur þess á milli valsað um í rakri leðjunni eins og hann væri landdýr.

Eðjustökkull
Eðjustökklar í Gambíu
Eðjustökklar í Gambíu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Animalia
Fylking: Chordata
Flokkur: Actinopterygii
Ættbálkur: Perciformes
Ætt: Gobiidae
Undirætt: Oxudercinae
Genera

Apocryptes
Apocryptodon
Boleophthalmus
Parapocryptes
Periophthalmodon
Periophthalmus
Pseudapocryptes
Scartelaos
Zappa

TenglarBreyta

   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.