Dragnótarbátur

Dragnótarbátur er eins nafnið gefur til kynna bátur á dragnótarveiðum. Dragnótarbátar eru smíðaðir úr stáli og timbri og eru á bilinu 50-300 brt. Uppistöðuafli dragnótarskipa er bolfiskur og flatfiskur. Dragnótarbátar stunda veiðar við sléttan og mjúkan botn og eru helstu veiðisvæðin þeirra á Suður- og Vesturlandi. Nokkra veiði er þó að finna á Norðurlandi þá helst í Skagafirði og á Skjálfandanum. Dragnótarbátar geta einnig stundað netaveiðar á tilteknu tímabili ársins og eru þar af leiðandi oft kallaðir vertíðarbátar, það er að segja að þeir skipta um veiðarfæri á milli vertíða eftir því hvað hentar betur til þess að veiða aflann.

HeimildirBreyta

  • Upplýsingamiðstöð Sjávarútvegsráðuneytisins (2009). Small decked vessels. Sótt þann 9. apríl 2009 af Fisheries.is.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.