Darraðarösp (fræðiheiti: Populus angustifolia) er lauftré í víðiætt. Þessi tegund vex í Lægðinni miklu í Bandaríkjunum, þar sem hún finnst oft meðfram ám og lækjum á milli 1200 til 1800 metra hæð yfir sjávarmáli.[1]

Darraðarösp

Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida
Ættbálkur: Malpighiales
Ætt: Víðiætt (Salicaceae)
Ættkvísl: Aspir (Populus)
Geiri: Tacamahaca
Tegund:
P. angustifolia

Tvínefni
Populus angustifolia
James[1][2][3]
Náttúrulegt útbreiðslusvæði Populus angustifolia
Náttúrulegt útbreiðslusvæði Populus angustifolia

Trén eru nett að lögun, með gulgræn lensulaga blöð með bylgjuðum jaðri. Brumin eru klístruð og gúmmíleg og voru notuð sem nokkurskonar tyggjó af innfæddum, þar á meðal Apasjar og Navajó. Tegundin er hýsill fyrir Pemphigus betae sem leggst á sykurrófur og veldur allnokkrum skaða þar.

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 „P. angustifolia James“. Jepson Manual Treatment.
  2. „Populus angustifolia (narrowleaf cottonwood)“. USDA Plants Profile.
  3. „Populus angustifolia“. Flora of North America.

Ytri tenglar

breyta


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.