Kúlomb

(Endurbeint frá Coulomb)

Kúlomb (franska: coulomb) er SI-eining rafhleðslu, táknuð með C. Nefnd eftir franska eðlisfræðingnum Charles-Augustin de Coulomb (1736-1806). Er sú rafhleðsla, sem rafstraumurinn eitt amper flytur á einni sekúndu:

.

Einnig, sú hleðsla rafþéttis, af rýmdinni eitt farad, með spennumuninn eitt volt:

.

Eitt kúlomb er nákvæmlega 1/1,602 176 634 ×10-19 einingarhleðslur (e), sem jafngildir um 6,241 509 074  × 1018 e.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.