car (Contents of the Address part of Register number) og cdr (Contents of the Decrement part of Register number) eru frumaðgerðir á cons-hólf sem komu fyrst fram í Lisp-forritunarmálum þar sem car vísar í fyrri hluta cons-hólfs og cdr í þann síðari:

Dæmi um cons-hólfin
(cons 42 (cons 69 (cons 613 nil)))
sem mætti umrita sem
(list 42 69 613)
cons-aðgerð á þennan lista myndi skila 42 á meðan cdr-aðgerð myndi skila (cons 69 (cons 613 nil)) eða (69 613).
(car (cons 'fyrra 'síðara))
 fyrra
(cdr (cons 'fyrra 'síðara))
 síðara

Þegar cons-hólfið hefur að geyma flóknari stök þá sækir car fyrsta stakið og car sækir afganginn; því eru aðgerðirnar einatt kallaðar first (‚fyrsti hluti‘) og rest (‚afgangur‘).

Sjá einnig breyta