Chuck (sjónvarpsþáttur) (3. þáttaröð)

Chuck er bandarískur hasar- og gamanþáttur. Sýningar á þriðju þáttaröðinni þáttaröðinni hófst þann 10. janúar 2010 og þeim lauk 24. maí 2010. Þættirnir voru 19 og er hver þeirra um 42 mín. að lengd.

Aðalhlutverk

breyta
  • Zachary Levi sem Charles "Chuck" Bartowski, CIA-fulltrúi
  • Yvonne Strahovski sem Sarah Walker, CIA-fulltrúi
  • Joshua Gomez sem Morgan Grimes
  • Ryan McPartlin sem Dr. Devon "Captain Awesome" Woodcomb
  • Mark Christopher Lawrence sem Michael "Big Mike" Tucker
  • Vik Sahay sem Lester Patel
  • Scott Krinsky sem Jeffrey "Jeff" Barnes
  • Sarah Lancaster sem Dr. Eleanor "Ellie" Woodcomb
  • Adam Baldwin sem John Casey ofursti, NSA-fulltrúi

Aukahlutverk

breyta
  • Bonita Friedericy sem Diane Beckman hershöfðingi
  • Brandon Routh sem Daniel Shaw, CIA-fulltrúi
  • Scott Holroyd sem Justin Sullivan
  • Kristin Kreuk sem Hannah
  • Scott Bakula sem Stephen J. Bartowski
  • Mekenna Melvin sem Alex McHugh
  • Mark Sheppard sem Ring-forstjórinn

Þættir

breyta
Titill Sýnt í U.S.A. #
Chuck Versus the Pink Slip 10. janúar 2010 36 – 301

Vegna þess að nýja Intersect-tölvan sem Chuck hlóð í heilann á sér gefur honum nýja hæfileika (kung fu o.fl.) ákveður Chuck að gerast njósnari. Hann hættir með Söruh og fellur í njósnaskólanum. Chuck ákveður ekki að gefast upp og reynir að sýna Söruh, Casey og Beckman að hann geti verið njósnari. Beckman setur aftur saman Bartowski-teymið og lætur Söruh og Casey þjálfa Chuck svo þau geti kljást við óvinanjósnadeildina The Ring.

Höfundar: Chris Fedak & Matt Miller, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the Three Words 10. janúar 2010 37 – 302

Carina Miller snýr aftur og fær Chuck, Söruh, og Casey að hjálpa sér að stela upplýsingum frá Ring-fulltrúa sem hún á að "giftast". Morgan heldur partý til að ganga í augun á Carinu.

Höfundar: Allison Adler & Scott Rosenbaum, Leikstjóri: Peter Lauer

Chuck Versus the Angel de la Muerte 11. janúar 2010 38 – 303

Þegar leiðtogi fyrrum Kommúnistaríkisins Costa Gravas, Alejandro Goya hershöfðingi (Armand Assante) veikist verður Devon læknirinn hans. Beckman vill að Bartowski-teymið nýti Devon til að komast að því hver eitraði fyrir Goya, þegar Devon og Ellie er boðið á dansleik hjá Goya. Casey verður að halda sér frá Goya því að í Costa Gravas er hann eftirlýstur sem "El Angel de la Muerte" og reyndi að taka hershöfðingjann af lífi nokkrum sinnum.

Höfundur: Phil Klemmer, Leikstjóri: Jeremiah Chechik

Chuck Versus Operation Awesome 18. janúar 2010 39 – 304

Þegar Devon er rænt af Ring-fulltrúanum Sydney Price (Angie Harmon) því hún telur hann vera njósnari verður Chuck að hjálpa honum að drepa sérfræðing CIA um The Ring: Daniel Shaw fulltrúa. Á meðan er Morgan ráðinn sem aðstoðarverslunarstjóri og fyrsta verkefnið hans er kljást við slagsmálaklúbb Lesters.

Höfundur: Zev Borrow, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus First Class 24. janúar 2010 40 – 305

Shaw sendir Chuck í sitt fyrsta einsmansverkefni um borð í flugvél á leið til Parísar. Á meðan fær Morgan Casey að hjálpa sér með Lester og Buy More-gengið sem leggja gildrur fyrir hann allstaðar. Um borð í flugvélinni kynnist Chuck Hönnuh.

Höfundur: Chris Fedak, Leikstjóri: Fred Toye

Chuck Versus the Nacho Sampler 31. janúar 2010 41 – 306

Chuck á að vingast við vopnahönnuðinn Manoosh Depak til að komast að því hvaða vopn hann er að hanna fyrir The Ring. Á meðan hefur Hannah störf hjá Buy More og Morgan fellur fyrir henni.

Höfundar: Matt Miller & Scott Rosenbaum, Leikstjóri: Allan Kroeker

Chuck Versus the Mask 8. febrúar 2010 42 – 307

Chuck verður að nýta Hönnuh til að Shaw og teymið geti stolið grímu Alexanders mikla frá listasafninu. Morgan og Ellie ákveða að komast að sannleikann um Chuck.

Höfundur: Phil Klemmer, Leikstjóri: Michael Schultz

Chuck Versus the Fake Name 1. mars 2010 43 – 308

Chuck þarf að þykjast vera kaldrifjaður launmorðingi til að komast að því hvaða CIA-fulltrúa The Ring vilja drepa. Sarah byrjar með Shaw sem gerir Chuck erfiðar að nota Intersect-tölvuna. Chuck ákveður að hætta með Hönnuh til að halda henni úr lífshættu.

Höfundur: Allison Adler, Leikstjóri: Jeremiah Chechik

Chuck Versus the Beard 8. mars 2010 44 – 309

Þegar Intersect-tölvan virkar ekki í Chuck neyðist Shaw að fara í hans stað í verkefni. Á meðan dulbúa Ring-fulltrúar sig sem kaupendur fyrir Buy More til að finna Kastalabækistöðina. Morgan kemst að því og fær Chuck að hjálpa sér. Devon vill reyna halda Ellie frá njósnalífi Chucks og ákveður þau gangi í læknar án landamæra í Afríku.

- Þetta er fyrsti þátturinn sem aðalleikarinn Zachary Levi (Chuck) leikstýrir.

Höfundur: Scott Rosenbaum, Leikstjóri: Zachary Levi

Chuck Versus the Tic-Tac 15. mars 2010 45 – 310

Gamall yfirmaður Caseys, James Heller ofursti, fær Casey til að stela Laudenal-töflunni, sem hamlar tilfinningar, fyrir The Ring. Chuck og Sarah eiga að komast að því hvers vegna Casey er genginn í lið við The Ring.

Höfundar: Rafe Judkins & Lauren LeFranc, Leikstjóri: Patrick Norris

Chuck Versus the Final Exam 22. mars 2010 46 – 311

Chuck á nú að taka lokanjósnaprófið sitt: drepa svikara innan CIA. Á meðan þarf Casey læra hafa stjórn á skapi sína meðan hann vinnur með Jeff og Lester.

Höfundur: Zev Borrow, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the American Hero 29. mars 2010 47 – 312

Chuck er loksins CIA-fulltrúi og Beckman veitir Chuck vikufrí og svo á hann að velja sitt eigið teymi til að halda í sendirför í Róm. Chuck vill ekki fara án Söruh, þannig að Morgan, Casey og Devon ákveða að hjálpa Chuck ná Söruh aftur. Ring-forstjórinn vill hitta Shaw og sýna honum svolítið.

Saga: Max Denby, Handrit: Matt Miller & Phil Klemmer, Leikstjóri: Jeremiah Chechik

Chuck Versus the Other Guy 5. apríl 2010 48 – 313

Shaw kemst að því að Sarah myrti eiginkonuna sína og gengur í lið við The Ring til hefna dauða hennar. Chuck tekst ekki að sannfæra Beckman um að Shaw sé svikari og verður reyna fá Casey með sér sem er búinn að sætta sig við líf sitt í Buy More.

Höfundur: Chris Fedak, Leikstjóri: Peter Lauer

Chuck Versus the Honeymooners 26. apríl 49 – 314

Eftir að Chuck bjargaði Söruh frá Shaw stinga þau af saman og hætta sem njósnarar, sem reynist þeim erfitt þegar þau finna baskneskan hryðjuverkamann um borð í lest. Casey er endurráðinn hjá NSA og á að nýta Morgan til að finna Chuck og Söruh. Devon og Ellie halda kveðjupartý áður en þau fara til Afríku.

Saga: Allison Adler, Handrit: Rafe Judkins & Lauren LeFranc, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill

Chuck Versus the Role Models 3. maí 2010 50 – 315

Nú þegar Chuck og Sarah ákveða að vera bæði í ástarsambandi og vera njósnarar þurfa þau að læra af bestu CIA-njósnurunum, hjónunum Craig og Laura Turner (Fred Willard og Swoozie Kurtz). Á meðan þarf Casey að þjálfa Morgan til að verða njósnari. Ellie og Devon eiga erfitt með að laga sig að Afríku.

Höfundur: Phil Klemmer, Leikstjóri: Fred Toye

Chuck Versus the Tooth 10. maí 2009 51 – 316

Þegar að Intersect-tölvan er að rugla í heilanum hans Chucks sendir Beckman hann til CIA-sálfæðingsins, Dr. Leo Dreyfus (Christopher Lloyd). Á meðan snýr Anna Wu aftur til Buy More til að ná Morgan aftur. Ellie og Devon er komin aftur frá Afríku og Ring-fulltrúi að nafni Justin Sullivan hefur samband við Ellie.

Höfundar: Zev Borrow & Max Denby, Leikstjóri: Daisy von Scherler Mayer

Chuck Versus the Living Dead 17. maí 2010 52 – 317

Chuck dreymir að Shaw er á lífi og fær Söruh og Casey að hjálpa sér að rannsaka málið. Justin fær Ellie að hafa samband við föður sinn Stephen Bartowski. Morgan grunar að Ellie sé að halda framhjá Devon. Stephen segir Chuck að Intersect-tölvan sé að ofhita heilann í honum.

Höfundar: Lauren LeFranc & Rafe Judkins, Leikstjóri: Jay Chandrsekhar

Chuck Versus the Subway 24. maí 2010 53 – 318

Chuck sér Shaw á lífi ganga um borð í neðanjarðarlest og Bartowski-teymið eltir hann. Á meðan býr Stephen til tæki sem að hitastilla Intersect-tölvuna. Ellie kemst að því að Chuck sé njósnari og Shaw hefur hlaðið í sig Ring-Intersect-tölvu.

Saga: Matt Miller, Handrit: Allison Adler & Phil Klemmer, Leikstjóri: Matt Shakman

Chuck Versus the Ring: Part II 24. maí 2010 54 – 319

Shaw hefur drepið Stephen Bartowski og sannfært alla að Bartowski-teymið séu svikarar. Ellie, Morgan og Devon bjarga Chuck, Söruh og Casey frá Shaw. Chuck og Bartwoski-teyminu tekst að fá Shaw játa svik sín og handtaka hann. Chuck lofar Ellie að hætta sem njósnari en hinstu skilaboð Stephens til Chucks er að Chuck finni móður sína, Mary Bartowski, sem er njósnari...

Höfundar: Josh Schwartz & Chris Fedak, Leikstjóri: Robert Duncan McNeill