Chesterfield.
St. Mary kirkjan.

Chesterfield er bær í Derbyshire á mið-Englandi. Bærinn er 39 km norður af Derby og 18 km suður af Sheffield. Íbúar eru um 104.000 (2011).

Uppruna bæjarins má rekja til rómversks virkis á 1. öld. Síðar byggðu Engilsaxar þar þorp. Chesterfield var kolanámubær fram á 20. öld og á milli 1981 og 2002 hurfu 15.000 störf í kolanámuiðnaðinum.

St Mary & All Saints-kirkjan er þekktasta kennileiti bæjarins með beygða turn sinn. Einn stærsti útimarkaður Englands er þar.

Peak District-þjóðgarðurinn er rétt austur af bænum.

HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
   Þessi landafræðigrein sem tengist Englandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.