Sýning 21. aldarinnar

heimssýning í Seattle í Bandaríkjunum árið 1962
(Endurbeint frá Century 21 Exposition)

Sýning 21. aldarinnar (enska: Century 21 Exposition), eða einfaldlega Heimssýningin í Seattle, var heimssýning sem var haldin í Seattle í Bandaríkjunum frá 21. apríl til 21. október 1962. Sýningin átti að birta framtíðarsýn fyrir 21. öldina. Spútnikáfallið og Geimkapphlaupið milli risaveldanna í Kalda stríðinu settu mark sitt á sýninguna. Sú framtíðarsýn sem birtist á sýningunni var lýsandi fyrir trú samtímans á tækniframfarir en gerði ekki ráð fyrir miklum samfélagslegum breytingum eins og þeim sem áttu eftir að einkenna 7. áratuginn.

Vísindatjaldið á sýningunni.

Um helmingur þeirra bygginga sem reistar voru á sýningarsvæðinu í hverfinu Lower Queen Anne voru rifnar eftir sýninguna. Það sem eftir stóð er nú hluti af Seattle Center. Meðal bygginga sem sýningin skildi eftir sig er Geimnálin, 184 metra hár turn, sem er eitt af einkennismerkjum borgarinnar.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.