BusinessWeek er bandarískt viðskiptatímarit gefið út af McGraw-Hill. Það var fyrst gefið út árið 1929 (sem The Business Week) undir stjórn Malcolm Muir, sem var á þeim tíma yfirmaður McGraw-Hill Publishing Company.[1] Helstu keppinautar tímaritsins í viðskiptafréttum eru Fortune og Forbes, sem bæði koma út á tveggja vikna fresti.

Frá 1988 hefur BusinessWeek gefið út árlegan lista yfir MBA-nám við viðskiptaháskóla í Bandaríkjunum.[2]

Þann 12. október 2007 kom BusinessWeek út í fyrsta skipti í fjögur ár með nýju endurhönnuðu útliti. Nokkrir hlutar fengu nýtt útlit til að afmarka innihald tímaritsins betur við fréttir og alþjóðamál, en hlutinn „Executive Life“ var skorinn niður.

Tilvísanir breyta

  1. „Corporate History-Development“. McGraw-Hill. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. ágúst 2007. Sótt 7. ágúst 2007.
  2. „BusinessWeek Business School Rankings“. BusinessWeek. Sótt 23. janúar 2007.

Tenglar breyta