Apis mellifera buckfast er blendingur nokkurra undirtegunda alibýflugna sem gerður var af bróður Adam (munkur í Buckfast-klaustrinu, hét í raun Karl Kehrle). Árið 1915 varð alvarleg sýking af Wighteyjar-sýki sem eyddi nær öllum býflugnabúm klaustursins. Einungis 16 bú stóðu eftir og voru þau öll hrein A. m. ligustica eða blendingar við innfæddar A. m. mellifera. Hóf bróðir Adam ræktun með blöndun eftirfarandi gerða (ekki allar í endanlegum blendingi): A. m. ligustica (dökka afbrigðið), A. m. mellifera (frönsk, sænsk og finnsk staðbrigði;það írska reyndist jafnvel viðkvæmara fyrir Acarina en það breska), A. m. cypria, A. m. carnica, A. m. cecropia, A. m. meda (Írönsk og Írösk staðbrigði), A. m. sahariensis, A. m. anatoliaca (tyrknesk og armensk staðbrigði), A. m. caucasica, A. m. lamarckii, A. m. monticola (Mount Elgon staðbrigði), A. m. adami og A. m. macedonica (Mount Athos staðbrigði).[1] Ræktunin heppnaðist og er stofninum haldið við af Federation of European Buckfast Beekeepers (G.D.E.B.) sem er í 26 löndum og með fjölda ræktenda.[2]


Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Æðvængjur (Hymenoptera)
Undirættbálkur: Broddvespur (Apocrita)
Yfirætt: Apoidea
Ætt: Apidae
Undirætt: Apinae
Ættflokkur: Apini
Ættkvísl: Apis
Tegund:
Þrínefni
Apis mellifera buckfast
(Buttel-Reepen, 1906)

Öll bú á Íslandi nú eru frá Álandseyjum í Finnlandi og eru af Buckfast stofni.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. „Buckfast European Breeders – UK – Brother Adam, Pedigrees“. Karl Kehrle Fondation. Jean-Marie Van Dyck. Sótt 7. desember 2018.
  2. „Gemeinschaft der europäischen Buckfastimker e.V.“. Federation of European Buckfast beekeepers.
  3. Nordgen - The Nordic brown bee