Brettingsstaðir (Laxárdal)

Brettingsstaðir er eyðibýli efst (það er syðst) í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu, vestan Laxár, sem rennur meðfram endilöngu landi jarðarinnar. Þar eru margir ágætir silungsveiðistaðir.

Í Brettingsstaðalandi, Hofstaðir handan Laxár og Bláfjall í fjarska

Á vesturmörkum jarðarinnar er Másvatn og vestan þess jarðirnar Víðar og Máskot. Fyrir sunnan eru jarðirnar Helluvað og Laxárbakki í Mývatnssveit. Handan (austan) ár eru Hofstaðir og norðan þeirra eyðibýlið Hamar. Á milli Brettingsstaða og Ljótsstaða, jarðar fyrir neðan (það er norðan) sem einnig er í eyði, er eyðibýlið Varastaðir og Varastaðaskógur, fallegur birkiskógur sem er á náttúruminjaskrá.[1][2] Bílfært er með varfærni úr Mývatnssveit að Brettingsstöðum og þaðan liggur vinsæl gönguleið niður Laxárdal.

Brettingsstaðir fóru í eyði árið 1954. Þar hafa fundist fornar kirkjurústir.

Myndir breyta

Tilvísanir breyta

  1. „Náttúruminjaskrá. Á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands, skoðað 24. apríl 2020“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. nóvember 2020. Sótt 24. apríl 2020.
  2. Norðausturland. Á vef Umhverfisstofnunar, skoðað 24. apríl 2020.

Heimildir breyta