Konunglega breska vísindafélagið

(Endurbeint frá Breska vísindaakademían)

Konunglega breska vísindafélagið (enska: Royal Society) er breskt vísindafélag sem var stofnað í London árið 1660 með konunglegu leyfisbréfi frá Karli 2. Félagið spratt upp úr Ósýnilega háskólanum og var ætlað að vera vettvangur fyrir vísindalegar rökræður og rannsóknir. Félagið er núna vísindaakademía sem styrkir rannsóknir og þiggur fé frá bresku ríkisstjórninni fyrir að gegna hlutverki ráðgjafa hennar í vísindalegum efnum.

Núverandi aðsetur Konunglega breska vísindafélagsins er í hluta Carlton House Terrace í London.

Félagið telur nú rúmlega 1600 félagsmenn sem hafa leyfi til að nota skammstöfunina FRS (Fellow of the Royal Society) á eftir nafni sínu, auk konunglegra félaga, heiðursfélaga og erlendra félaga. Núverandi forseti félagsins er indverski stórsameindalíffræðingurinn Venki Ramakrishnan.

Stofnendur félagsins voru tólf vísindamenn sem voru þekktir sem Ósýnilegi háskólinn og hittust reglulega á ýmsum stöðum. Meðal þeirra voru Christopher Wren, John Wilkins, Jonathan Goddard, Robert Hooke, William Petty og Robert Boyle. Megintilgangur félagsskaparins var að ræða um hin nýju vísindi sem Francis Bacon hafði rætt í bók sinni New Atlantis 1624, skipuleggja sýnitilraunir og deila uppgötvunum sínum.

Félagið hefur gefið út vísindaritið Philosophical Transactions of the Royal Society samfleytt frá 1665.

Tenglar

breyta