Brenninetla

Brenninetla (einnig: natra, notrugras eða nötrugras) (fræðiheiti: Urtica dioica) er planta af netluætt. Hún er með örsmá grágræn blóm í þéttum blómskipunum. Brenninetla getur verið allt frá 40 til 120 cm á hæð.

Brenninetla
Urtica dioica ssp. dioica
Urtica dioica ssp. dioica
Vísindaleg flokkun
Ríki: Plönturíki (Plantae)
Skipting: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósabálkur (Rosales)
Ætt: Netluætt (Urticaceae)
Ættkvísl: Urtica
Tegund:
U. dioica

Tvínefni
Urtica dioica
L.

Hún er frekar sjaldgæfur slæðingur hér á landi, nema í nánd við mannabústaði, og þá oftast í görðum eða í nánd við ræktaða garða. Hún blómgast í júlí. Laufblöð, stönglar og blaðstilkar eru með grófum um 2 mm löngum brennihárum, sem vernda plöntuna gegn snertingu manna og dýra. Af þessum eigindum hennar hefur hún fengið nafn sitt.

TilvísanirBreyta

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.