Borgaklasi
(Endurbeint frá Borgaklassi)
Borgaklasi er hugtak sem notað er yfir svæði þar sem margar stórar borgir hafa vaxið saman.
Dæmi um borgaklasa er Bos-NY-Wash-svæðið, sem inniheldur stórborgirnar Boston, New York-borg, Philadelphiu, Baltimore og Washington D.C., ásamt smærri borgum eins og Hartford, Providence, Hoboken, Jersey City, Newark, Trenton og Wilmington auk úthverfa þeirra allra.