Robert F. Kennedy

(Endurbeint frá Bobby Kennedy)

Robert Francis Kennedy eða Bobby Kennedy, einnig þekktur sem RFK (20. nóvember 1925 - 6. júní 1968) var bandarískur stjórnmálamaður, fyrrum dómsmálaráðherra Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi. Hann var yngri bróðir Johns F. Kennedy, sem að var forseti Bandaríkjanna frá 1961 til dauðdags hans árið 1963 og gegndi Robert embætti dómsmálaráðherra í ríkisstjórn hans og Lyndon B. Johnsons á árunum 1961 til 1964. Robert var einn af nánustu samstarfsmönnum forsetans og einn helsti ráðgjafi hans í Kúbudeilunni. Hans er minnst fyrir framlag sitt til réttindabaráttu afrískættaðra Bandaríkjamanna á 6. og 7. áratug 20. aldar. Robert er einnig eldri bróðir Ted Kennedy og faðir Robert F. Kennedy Jr.

Robert F. Kennedy
Öldungadeildarþingmaður fyrir New York
Í embætti
3. janúar 1965 – 6. júní 1968
ForveriKenneth Keating
EftirmaðurCharles Goodell
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna
Í embætti
21. janúar 1961 – 3. september 1964
ForsetiJohn F. Kennedy
Lyndon B. Johnson
ForveriWilliam P. Rogers
EftirmaðurNicholas Katzenbach
Persónulegar upplýsingar
Fæddur20. nóvember 1925
Brookline, Massachusetts, Bandaríkjunum
Látinn6. júlí 1968 (42 ára) Los Angeles, Kaliforníu, Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiEthel Skakel ​(g. 1950)
TrúarbrögðKaþólskur
Börn11, þ. á m. Robert yngri
HáskóliHarvard-háskóli (BA)
Virginíuháskóli (LLB)
StarfStjórnmálamaður
Undirskrift

Kennedy gegndi embætti dómsmálaráðherra undir forsæti Lyndons B. Johnson í níu mánuði eftir morðið á bróður hans, John F. Kennedy. Hann lét af starfi í september 1964 og varð fulltrúi New York-fylkis á öldungadeild Bandaríkjaþings í nóvember sama ár. Hann var ósammála Johnson um Víetnamstríðið og ýmislegt annað.

Árið 1968 tilkynnti Kennedy að hann sæktist eftir tilnefningu Demókrataflokksins til framboðs í forsetakosningum sama ár. Kennedy var skotinn í eldhúsi Ambassador-hótelsins í Los Angeles, skömmu eftir að hann hafði tilkynnt sigur sinn í undankosningunum í Kaliforníu þann 5. júní 1968 og lést hann daginn eftir. Flestir spáðu því að Robert hefði unnið tilnefningu flokksins, ef hann hafði ekki verið myrtur.

Stuttu eftir dauða Kennedy var palestínskur innflytjandi að nafni Sirhan Sirhan handtekinn fyrir morðið. Sirhan játaði á sig morðið og var dæmdur til dauða árið 1969, en dómnum var síðar breytt í lífstíðarfangelsi.[1] Sirhan hafði verið stuðningsmaður Kennedy en hafði snúist gegn honum þar sem hann hafði þótt hallur undir Ísraelsríki og hafði átt þátt í sölu 50 orrustuþota til Ísraela.[2]


Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. „Morðingi Kennedys fær reynslulausn“. mbl.is. 28. ágúst 2021. Sótt 28. ágúst 2021.
  2. Steingerður Steinardóttir (12. desember 2000). „Robert Kennedy: Yngri en ekki síðri“. Vikan. bls. 38-39.