Robert Moog
(Endurbeint frá Bob moog)
Dr. Robert A. Moog (23. maí 1934 - 21. ágúst 2005) er bandarískur frumkvöðull í hönnun á tækjabúnaði til notkunar við tónlist. Þekktastur er hann fyrir að hafa fundið upp Moog-tóngervilinn (e. synthesizer).
Moog tók B.Sc. gráðu bæði í eðlisfræði og rafmagnsverkfræði og útskrifaðist svo með doktorsgráðu í eðlisverkfræði frá Cornell-háskóla árið 1957. Hann lést af völdum heilaæxlis haustið 2005.
Moog-tóngervillinn hefur haft gríðarleg áhrif á vestræna tónlist allt frá því að hann kom fyrst á sjónarsviðið, þá eitt fyrsta rafhljóðfærið. Dæmi um tónlistarmenn sem notað hafa Moog-tóngervla eru Stevie Wonder og The Beatles (meðal annars á plötunni Abbey Road).
Tengill
breyta- Moog Music, fyrirtæki Bob Moog.