Blátjald er tækni sem er mikið notuð við kvikmyndagerð og í sjónvarpi. Blátjaldið sjálft er einlitt efni, sem virkar þannig að ef t.d. leikarar eru látnar standa fyrir framan það er hægt, með tæknivinnu, að skeyta inn hvaða bakgrunnsmynd sem er, ramma eða hreyfimynd, í staðinn fyrir einlita efnið. Blátjaldstæknin er t.d. notuð af veðurfréttamönnum. Veðurfréttmenn standa fyrir framan efnið og sjá aðeins það, á meðan tæknimenn sjónvarpstöðvanna setja veðurkort inn í staðinn fyrir blátjaldsefnið og því virðist sjónvarpsáhorfandanum sem fréttamaðurinn standi fyrir framan veðurkortið. Í raun stendur veðurfréttamaðurinn fyrir framan blátjald og sér ekki kortið sem sjónvarpsáhorfendurnir sjá.

Blátjald við gerð myndarinnar Spiderwick Chronicles

Tæknin er einnig mikið notuð við kvikmyndagerð, enda mjög hentug aðferð til að setja leikara t.d. ofan á bíl á 140 km. hraða eða láta þá hrapa fram af kletti, án þess að þurfa áhættuleikara e.þ.h. Mismunandi litir eru notaðir en algengast er að tala um blátjald því að tjaldið er oftast blátt, þegar um kvikmyndagerð er að ræða. Yfirleitt er notað tjald í grænum eða bláum lit en ástæða þess er að þeir litir eru fjærst húðlitnum.

Tengill

breyta