Bidhya Devi Bhandari

Forseti Nepals

Bidhya Devi Bhandari (nepalska: विद्या देवी भण्डारी; f. 19. júní 1961) er nepalskur stjórnmálamaður sem er fyrrverandi forseti Nepals. Hún er fyrsti kvenkyns forseti landsins.[1][2] Hún var varaformaður[3] Kommúnistaflokks Nepals[4] og formaður Nepalska kvennasambandsins áður en hún vann kosningu til forseta landsins þann 28. október 2015.[5] Hún var kjörin forseti af nepalska þinginu með 327 atkvæðum af 549 á móti Kul Bahadur Gurung. Árið 2016 setti Forbes hana í 52. sæti á lista yfir 100 voldugustu konur í heimi.[4] Bhandari hafði áður verið varnarmálaráðherra Nepals og var sömuleiðis fyrsta konan til að gegna því embætti.[6][7][8] Hún var einnig umhverfis- og félagsmálaráðherra á tíunda áratugnum og hefur lengi talað bæði fyrir aukinni umhverfisvitund og fyrir kvenréttindum.[9] Í júní árið 2017 heimsótti hún höfuðstöðvar Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna og ræddi við framkvæmdastjórann Inger Andersen um tækifæri til aukinnar samvinnu um náttúruvernd og sjálfbæra þróun.[10]

Bidhya Devi Bhandari
विद्या देवी भण्डारी
Forseti Nepals
Í embætti
29. október 2015 – 13. mars 2023
ForsætisráðherraKP Sharma Oli
Sher Bahadur Deuba
Pushpa Kamal Dahal
VaraforsetiNanda Kishor Pun
ForveriRam Baran Yadav
EftirmaðurRam Chandra Poudel
Persónulegar upplýsingar
Fædd19. júní 1961 (1961-06-19) (62 ára)
Mane Bhanjyang, Bhojpur, Nepal
StjórnmálaflokkurKommúnistaflokkur Nepals (sameinaðir marx-lenínistar)
MakiMadan Bhandari (g. 1982; d. 1993)
Börn2
StarfStjórnmálamaður

Bakgrunnur breyta

Bidhya Devi Bhandari fæddist hjónunum Ram Bahadur Pandey og Mithila Pandey þann 19. júní árið 1961 í Mane Bhanjyang í Bhojpur-sýslu í Nepal.[11] Hún hóf stjórnmálaferil sinn sem meðlimur í sambandi vinstrisinnaðra stúdenta og gekk í Marx-lenínskan væng Kommúnistaflokks Nepals árið 1980.[12]

Bhandari var kjörin á nepalska þingið árin 1994 og 1999.[13] Hún náði hins vegar ekki kjöri á stjórnlagaþing Nepals árið 2008. Hún var varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Madhav Kumar Nepal forsætisráðherra frá 2009 til 2011. Flokkur hennar kaus hana í hlutfallskosningum á annað stjórnlagaþing Nepals sem haldið var árið 2013.

Stjórnmálaferill breyta

Bhandari hóf snemma þátttöku í stjórnmálum. Samkvæmt upplýsingum Kommúnistaflokksins hóf hún afskipti af stjórnmálum sem aðgerðasinni í ungliðahreyfingu flokksins árið 1978 í Bhojpur.[14] Hún varð meðlimur í Kommúnistaflokknum árið 1980. Eftir að hafa lokið grunnskólanámi gekk hún í Mahendra Morang Adarsha-fjölháskólann og varð gjaldkeri stúdentasambandsins í skólanum. Hún var kjörin formaður kvennaarms Sambands nepalskra stéttarfélaga árið 1993 og var kjörin í miðstjórn Kommúnistaflokksins árið 1997. Hún naut æ meiri áhrifa innan flokksins þar til hún var kjörin varaformaður hans á áttunda flokksþingi hans í Butwal.[15] Sem varaformaður var hún einn nánasti bandamaður flokksformannsins og forsætisráðherrans Khadga Prasad Sharma Oli.

Deilumál breyta

Bhandari hefur verið sökuð um hlutdrægni í embætti sem forseti Nepals. Hún seinkaði myndun ríkisstjórnar eftir þingkosningar árið 2017. Hún seinkaði einnig þremur tilnefningum á nepalska þjóðþingið sem ríkisstjórn Sher Bahadur Deuba forsætisráðherra úr Kongressflokknum bar fyrir hana en samþykkti hins vegar umsvifalaust sams konar tilefningar eftir að Khadga Prasad Oli úr Kommúnistaflokknum varð forsætisráðherra.[16]

Einkahagir breyta

Bhandari var gift Madan Bhandari, vinsælum nepölskum kommúnistaleiðtoga, sem lést í bílslysi nálægt Dasdhunga í Chitwan-sýslu árið 1993. Hjónin áttu tvær dætur, Usha Kiran Bhandari og Nisha Kusum Bhandari. Grunur leikur á um að Madan hafi verið myrtur en málið hefur aldrei verið fyllilega leyst.

Bhandari er skyld leiðtoga nepalska Kongressflokksins, Gyanendra Bahadur Karki.[17]

Tilvísanir breyta

  1. „Nepal gets first woman President“. The Hindu. 28. október 2015. Sótt 14. júní 2019.
  2. „Bidya Devi Bhandari elected first woman President of Nepal“. Kantipur News. Sótt 14. júní 2019.
  3. „Who is Bidya Devi Bhandari?“. Himalayan News. 28. október 2015. Sótt 14. júní 2019.
  4. 4,0 4,1 „World's Most Powerful Women“. Forbes. Sótt 14. júní 2019.
  5. „The Himalayan Times: Oli elected UML chairman mixed results in other posts – Detail News: Nepal News Portal“. The Himalayan Times. 15. júlí 2014. Sótt 14. júní 2019.
  6. „Nepali Times | The Brief » Blog Archive » Enemies within“. nepalitimes.com. Sótt 14. júní 2019.
  7. „Women of Nepal“. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. mars 2014. Sótt 14. júní 2019.
  8. „Related News | Bidya Bhandari“. ekantipur.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 20. mars 2014. Sótt 14. júní 2019.
  9. „Who is Bidya Devi Bhandari? What are the 10 things you need to know about her?“.
  10. „President of Nepal visits IUCN to strengthen future collaboration“. Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökin. 16. júní 2017. Sótt 14. júní 2019.
  11. „Nepal gets first female head of state“. Setopati. Sótt 14. júní 2019.
  12. „Who is Bidya Devi Bhandari? What are the 10 things you need to know about her?“. Sótt 14. júní 2019.
  13. „Bidhya Bhandari- probable first female President of Nepal“. One Click Nepal. 26. október 2015. Sótt 14. júní 2019.
  14. „Who is Bidya Devi Bhandari? What are the 10 things you need to know about her?“. Indiatoday.in. Sótt 14. júní 2019.
  15. „Bidhya Devi Bhandari elected first female president“. My Republica News. Sótt 14. júní 2019.
  16. Om Astha Rai. „President Bhandari again“. Nepali Times. Sótt 14. júní 2019.
  17. „First female president of Nepal-Biography of Bidhya Bhandari“. 26. október 2015.


Fyrirrennari:
Ram Baran Yadav
Forseti Nepals
(29. október 201513. mars 2023)
Eftirmaður:
Ram Chandra Poudel