Betula lenta f. uber

Betula lenta f. uber er sjaldgæft tilbrigði (forma) af sætbjörk í birkiætt. Það finnst eingöngu í Smyth County í Virginíu. Þegar því var fyrst lýst 1918 (Ashe) var það talið tilbrigði af Betula lenta, en svo sett sem tegund 1945.[1][2] Þar sem það er stakar plöntur í sætbjarkarskógum og einungis 1,2% af afkvæmum þeirra koma upp með kringlótt blöð sem er aðaleinkenni "tegundarinnar" hefur hún aftur verið sett sem tilbrigði af B. lenta.[1][2] Sumir höfundar vilja líta á það sem afbrigði (varietas).[3]

Betula lenta f. uber

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Beykibálkur (Fagales)
Ætt: Birkiætt (Betulaceae)
Ættkvísl: Birki (Betula)
Undirættkvísl: Betulenta
Tegund:
B. lenta

Þrínefni
Betula lenta f. uber
(Ashe) McAll & Ashburner
Natural range of Betula uber
Natural range of Betula uber
Blöð
Blöð sætbjarkar

Eftir fyrsta fund tilbrigðisisins 1914 fannst það ekki aftur um alllangt skeið og var talið útdautt fram til 1975, þegar nokkrir einstaklingar fundust.[2] Þessi 18 tré og 23 smáplöntur voru í skógi á bakka Cressy Creek í Smyth County í Virginíu.[2] Trén voru formlega skráð sem tegund í útrýmingarhættu og verndunaraðgerðir hafnar.[3] Smáplöntum var fjölgað í gróðurhúsum og plantað í skóginum.[2] Um 1995 voru 20 stofnar orðnir til og verndunarstaðan var lækkuð í „ógnað“.[2] Trénu var fjölgað til að minnka hættu á að safnarar tækju villt eintök, eða að þau yrðu fyrir skemmdarverkum.[2] Árið 2006 voru taldir 961 einstaklingar.[3] Átta af þeim eru á upphaflega staðnum við árbakkann.[4] Ekki er enn vitað til þess að þessi björk fjölgi sér með náttúrulegri kynæxlun.[2]

Þetta verður meðalstórt tré, allt að 15 metra hátt. Krónan er þétt. Börkurinn er ilmandi og brúnn eða svartleitur.[3] Blöðin eru kringlótt eða egglaga, með hjartalaga blaðfæti og tenntum jaðri, um 5 cm löng.[3] Reklarnir eru uppréttir, 2,8 cm langir með smáum fræjum (2 mm).[3] Fræmyndun er miklu meiri sum ár en önnur.[3] Tréð verður um 50 ára gamalt að jafnaði.[3]

Tilvísanir breyta

  1. 1,0 1,1 Flora of North America
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 2,6 2,7 Davis, E. Five-year Review: Virginia Roundleaf Birch. Geymt 17 febrúar 2017 í Wayback Machine USFWS. September 2006.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 3,5 3,6 3,7 Sharik, T.Betula uber Revised Recovery Plan. USFWS. 1985.
  4. „The Nature Conservancy“. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. nóvember 2002. Sótt 14. mars 2018.

Tenglar breyta


 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.